Tekinn fyrir rafpóstur dags. 11.mars 2021 frá Félagsmálaráðuneytinu þar sem félags- og barnamálaráðherra hvetur sveitarfélög til að efla félagsstarf fullorðinna á árinu 2021, með það að markmiði að rjúfa félagslega einangrun sem orðið hefur vegna Covid-19. Leggur félags- og barnamálaráðherra sérstaka áherslu á frístundaiðkun, geðrækt, hreyfingu, tæknilæsi og forvarnir með það að markmiði að auka lífsgæði og heilbriðgi fólks, fyrirbyggja og draga úr félaglegri einangrun. Á þessum grundvelli gefst sveitarfélögum kostur á að sækja fjárframlag vegna viðbótarverkefna í félagsstarfi fullorðinna árið 2021.
Félagsmálasvið sem og fræðslu- og menningarsvið hefur sent inn umsókn til ráðuneytisins.