Tekið fyrir erindi frá Akureyrarbæ, bréf dagsett þann 5. febrúar 2021, þar sem gert er grein fyrir bókun bæjarstjórnar Akureyrarbæjar þann 2. febrúar 2021 um samstarf Grænlands og Íslands á nýjum Norðurslóðum.
Bókun bæjarstjórnar er eftirfarandi:
"Bæjarstjórn leggur ríka áherslu á að hlutverk bæjarins sem miðstöðvar norðurslóðastarfs verði eflt til muna og byggt á þeim góða grunni sem fyrir er.
Að mati bæjarstjórnar getur Akureyrarbær í samstarfi við stofnanir á Norðurlandi leikið lykilhlutverk í auknu og víðtækara samstarfi Íslands og Grænlands þjóðunum báðum til heilla. Allir nauðsynlegir innviðir eru til staðar á Norðurlandi og Akureyri er miðstöð málefna norðurslóða á Íslandi sem gerir svæðið mjög vel í stakk búið til að takast á við krefjandi og metnaðarfull verkefni."