Frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs; Ósk um viðauka(leiðréttingu) á fjárhagsáætlun fyrir fjárhagsárið 2021

Málsnúmer 202101096

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 975. fundur - 11.02.2021

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 20. janúar 2021, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2021 á deild 04140, Krílakot, að upphæð kr. 650.000 á lykil 2810 vegna kaupa á nýrri uppþvottavél.

Í gögnum með fundarboði byggðaráðs kemur fram að heimild Krílakots til búnaðarkaupa 2021, annað en tölvu- og hugbúnaður, er kr. 1.274.000 en fyrirliggjandi beiðni eftir breytingar var kr. 1.924.000. Samkvæmt samþykktri fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir að stjórnandi forgangsraði innkaupum samkvæmt búnaðarkaupum innan fjárheimildar ársins 2021.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 4 við fjárhagsáætlun 2021, á deild 04140, Krílakot, að upphæð kr. 650.000 á lykil 2810 vegna kaupa á nýrri uppþvottavél, vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Sveitarstjórn - 332. fundur - 23.02.2021

Á 975. fundi byggðaráðs þann 11. febrúar 2021 var eftirfarandi bókað:
"Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fræðslu- og menningarsviðs, dagsett þann 20. janúar 2021, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2021 á deild 04140, Krílakot, að upphæð kr. 650.000 á lykil 2810 vegna kaupa á nýrri uppþvottavél. Í gögnum með fundarboði byggðaráðs kemur fram að heimild Krílakots til búnaðarkaupa 2021, annað en tölvu- og hugbúnaður, er kr. 1.274.000 en fyrirliggjandi beiðni eftir breytingar var kr. 1.924.000. Samkvæmt samþykktri fjárhagsáætlun er gert ráð fyrir að stjórnandi forgangsraði innkaupum samkvæmt búnaðarkaupum innan fjárheimildar ársins 2021.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 4 við fjárhagsáætlun 2021, á deild 04140, Krílakot, að upphæð kr. 650.000 á lykil 2810 vegna kaupa á nýrri uppþvottavél, vísað til afgreiðslu sveitarstjórnar."
Enginn tók til máls.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreinda afgreiðslu byggðaráðs og viðauka nr. 4 að upphæð kr. 650.000 við fjárhagsáætlun 2021, á deild 04140, lykil 2810 vegna kaupa á nýrri uppþvottavél.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum að viðaukanum verði mætt með lækkun á handbæru fé.