Lagt er fram til kynningar rafbréf frá félagsmálaráðuneytinu dags. 12.01.2021. Skipað hefur verið sérfræðingateymi sem skal vera sveitarfélögum til ráðgjafar um viðeigandi þjónustu við börn með alvarlegar þroska- og geðraskanir, sem þurfa á annars konar og meiri þjónustu að halda en unnt er að veita á heimili fjölskyldna þeirra í samræmi við 20.gr. laga um þjónustu við fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir nr. 38/2018. Áður en leitað er ráðgjafar sérfræðingateymis skal hafa verið gert heildstætt mat á þjónustuþörf barns og einstaklingsbundin þjónustuáætlun.