Tekin fyrir áskorun Samtaka grænkera, samanber rafpóstur dagsettur þann 29. desember 2020, þar sem fram kemur áskorun til svetiarfélaga um skýr markmið varðandi framboð grænkerafæðis í skólum. Jafnframt er eftirfarandi áskorun til sveitarstjórna; Samtök grænkera á Íslandi sendu á dögunum áskorun til allra leik- og grunnskóla landsins. Í henni eru skólarnir hvattir til að bjóða oftar eða að lágmarki einu sinni í viku upp á grænkerafæði fyrir alla nemendur sína til að minnka kolefnisspor sitt. Í kjölfar áskorunarinnar viljum við skora á sveitarfélögin að setja skýr markmið varðandi aukið framboð grænkerafæðis í skólum.