Baráttuhópur smærri fyrirtækja, einyrkja og sjálfstætt starfandi aðila í ferðaþjónustu

Málsnúmer 202011015

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 965. fundur - 12.11.2020

Tekið fyrir erindi frá ofangreindum baráttuhópi, samanber rafpóstur dagsettur þann 3. nóvember 2020, þar sem
Reynir Már Sigurvinsson, Laufey Guðmundsdóttir og Jóna Fanney Svavarsdóttir, fyrir hönd allra smærri fyrirtækja, einyrkja og sjálfstætt starfandi aðila í ferðaþjónustu um allt land senda út yfirlýsingu ásamt kröfum og tillögum. Undir yfirlýsinguna hafa skrifað 211 aðilar í ferðaþjónustu og undirskriftum fjölgar stöðugt.

Óskað er eftir því að sveitarstjórnir taki sig saman og standi þétt að baki íbúa sinna og fyrirtækjanna / rekstrarins sem þeir hafa komið á fót síðustu ár og áratugi og hafa glætt sveitir landsins lífi, skapað vinnu, aukið á sjálfbærni og ýtt undir nýsköpun í heimabyggð og setji þrýsting með hópnum á stjórnvöld, dýpki skilning þeirra á mikilvægi ferðaþjónustu og afleiddra starfa fyrir landið í heild og þörfina á tímanlegum og tryggum áætlunum og aðgerðum.




Lagt fram til kynningar.