Á 965. fundi byggðaráðs þann 12. nóvember 2020 var heildarviðauki III við fjárhagsáætlun 2020 og útkomuspá tekinn til umfjöllunar og afgreiðslu. Byggðaráð samþykkti samhljóða með 3 atkvæðum að vísa heildarviðauka III við fjárhagsáætlun 2020 eins og hann liggur fyrir og breytingum á forsendum til sveitarstjórnar.
Með fundarboði sveitarstjórnar fylgdi tillaga að heildarviðauka III við fjárhagsáætlun 2020.
Helstu niðurstöður:
Samstæða A- og B- hluta, tap að upphæð kr. 9.246.000
Aðalsjóður, tap að upphæð kr. 161.497.000.
A-hluti (Aðalsjóður og Eignasjóður), tap að upphæð kr. 49.192.000.
Áætlaðar fjárfestingar A- og B- hluta, kr. 347.841.000
Áætluð lántaka A- og B- hluta, kr. 205.000.000
Sala eigna A- og B- hluta, kr. 53.209.000.
Veltufé frá rekstri A- og B- hluta kr. 182.988.000.
Enginn tók til máls.