Tekið fyrir erindi frá Sýslumanninum á Norðurlandi eystra, rafpóstur dagsettur þann 17. ágúst 2020 þar sem óskað er umsagnar um umsóknir frá KAS ehf., kt. 471186-1129, vegna rekstrarleyfa gistingar annars vegar vegna Vegamót smáhýsi og hins vegar vegna Dalvik hostel.
Fyrir liggur umsögn byggingafulltrúa vegna rekstrarleyfis að Hafnarbraut 5 á Dalvík og gerð er sú athugasemd að tryggja þarf að viðskiptavinir leggi ekki bílum þannig að þeir verði til truflunar fyrir nágranna við Sognstún. Að öðru leyti gerir byggingafulltrúi ekki athugasemdir hvað varðar Dalvík hostel.
Einnig liggur fyrir umsögn byggingafulltrúa vegna rekstrarleyfis vegna Dalvik hostel.
b) Rekstrarleyfi vegna Dalvik hostel; Byggðaráð gerir ekki athugasemdir við ofangreinda umsókn með fyrirvara um afgreiðslu slökkviliðsstjóra Dalvíkurbyggðar og tekur undir með byggingafulltrúa hvað varðar ofangreinda athugasemd sem fram kemur í umsögn hans.