Frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs; Fjárhagsáætlun 2020; Heildarviðauki II

Málsnúmer 202008030

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 952. fundur - 27.08.2020

Með fundarboði fylgdi tillaga að heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2020 í fjárhagsáætlunarlíkani þar sem búið er að taka tillit til viðauka sem samþykktir hafa verið frá heildarviðauka I.

Helstu niðurstöður:
Rekstarniðurstaða Aðalsjóð er áætluð neikvæð kr. 151.623.000
Rekstrarniðurstaða A-hluta er áætluð neikvæð kr. 48.506.000
Rekstrarniðurstaða A- og B- hluta er áætluð jákvæð kr. 5.869.000.
Fjárfestingar samstæðu A- og B- hluta er áætluð kr. 376.841.000.
Áætluð lántaka hefur verið hækkuð um 85 m.kr. þannig að áætluð lántaka Eignasjóð er 115 m.kr. og áfram 90 m.kr. fyrir Hafnasjóð, alls 205 m.kr.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda tillögu að heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2020.