Með fundarboði fylgdi tillaga að heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2020 í fjárhagsáætlunarlíkani þar sem búið er að taka tillit til viðauka sem samþykktir hafa verið frá heildarviðauka I.
Helstu niðurstöður:
Rekstarniðurstaða Aðalsjóð er áætluð neikvæð kr. 151.623.000
Rekstrarniðurstaða A-hluta er áætluð neikvæð kr. 48.506.000
Rekstrarniðurstaða A- og B- hluta er áætluð jákvæð kr. 5.869.000.
Fjárfestingar samstæðu A- og B- hluta er áætluð kr. 376.841.000.
Áætluð lántaka hefur verið hækkuð um 85 m.kr. þannig að áætluð lántaka Eignasjóð er 115 m.kr. og áfram 90 m.kr. fyrir Hafnasjóð, alls 205 m.kr.