Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 20. júlí 2020, þar sem fram kemur að á vef Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins þann 24. júní s.l. var birt frétt um nýjar og endurskoðaðar áætlanir um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga
https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2020/06/24/Nyjar-og-endurskodadar-aaetlanir-um-framlog-ur-Jofnunarsjodi-sveitarfelaga/Samkvæmt nýrri áætlun um framlög Jöfnunarsjóðs vs. gildandi fjárhagsætlun Dalvikurbyggðar 2020 þá er áætluð skerðing framlaga vegna fasteignaskatts, útgjaldajöfnunarframlags, grunnskólaframlags, framlaga vegna fatlaðra nemenda og íslenskukennslu alls kr. 83.605.903. Lagt er því til að tekjuáætlun Dalvíkurbyggðar verði lækkuð sem þessu nemur og hugað verði að lántöku á móti.