Tekið fyrir erindi frá SUNN, Samtökum um náttúruvernd á Norðurlandi dagsett 2. júní 2020 þar sem samtökin fagna samþykkt meirihluta bæjarstjórnar á Akureyri og sveitarstjórnar Svalbarðsstrandarhrepps um að leggja til við sjávarútvegsráðherra að Eyjafjörður verði friðaður fyrir sjókvíaeldi.
Samtökin taka undir þessa tillögu og hvetja önnur sveitarfélög á svæðinu til að sameinast um slíka afstöðu.
Einnig lagt fram til kynningar svar Hafrannsóknarstofnunar við fyrirspurn SSNE um burðarþolsmælingu og áhættumat í Eyjafirði sem og bókanir annarra sveitarstjórna í Eyjafirði um laxeldismál.
Þá lá fyrir fundinum fundarboð frá Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu þar sem boðað er til opins fundar, í Hofi á Akureyri, um fiskeldi á Norðurlandi fimmtudaginn 11. júní 2020 kl. 20:00 í Hofi. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra stýrir fundinum, en þar flytja framsögu fulltrúi veiðiréttarhafa og fulltrúi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Byggðaráð óskar eftir því að SSNE haldi áfram þeirri vinnu sem Dalvíkurbyggð og AFE hófu 2018 um samtal í Eyjafirði um laxeldismál.