Frá 235. fundi félagsmálaráðs þann 10. desember 2019.
"Tekið var fyrir erindi frá Aflinu dags. 6. desember 2019 þar sem óskað er eftir styrk vegna reksturs Aflsins fyrir árið 2020. Aflið er samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi og hefur verið starfandi frá árinu 2002. Þjónusta Aflsins er fyrir alla þá sem beittir hafa verið kynferðis- og/eða heimilisofbeldi í sinni víðustu mynd. Starfsemi Aflsins gagnvart skjólstæðingum byggir á einstaklingsviðtölum og sjálfshjálparhópum sem sýnt hefur verið fram á að er mikilvægur þáttur í því ferli að takast á við afleiðingar ofbeldis. Aflið hefur verið fjármagnað að hluta til með framlögum ríkisins en án framlaga sveitarfélaga, félagasamtaka, fyrirtækja og einstaklinga gæti Aflið ekki sinnt þeim fjölda sem til þeirra leitar ár hvert.
Félagsmálaráð samþykkir að veita styrk að upphæð 100.000,- kr tekið af lið 02-80-9145."