Tekið fyrir erindi frá Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar, dagsett 3. desember 2019, þar sem nú er komið að því að halda námskeið fyrir kjörna fulltrúa, nefndarmenn, stjórnendur og starfsfólk sveitarfélaganna um framkvæmd og þátttöku í fjarfundum.
Verkefnið "Fjarfundamenning" er eitt af átaksverkefnum sóknaráætlunar Eyþings. SÍMEY símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar og Þekkingarnet Þingeyinga standa að verkefninu.
Boðið er upp á námskeið 15. janúar hjá Símey, Þórsstíg 4, Akureyri kl. 13-15 fyrir starfsmenn sveitarfélaga og kl. 15-17 fyrir kjörna fulltrúa og nefndarmenn.