Frá sviðsstjóra fjármála - og stjórnsýslusviðs, Framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2019 - uppfærðar upplýsingar

Málsnúmer 201906106

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 911. fundur - 27.06.2019

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti samantekt sína á áætluðum framlögum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til Dalvíkurbyggðar fyrir árið 2019 í samanburði við fjárhagsáætlun 2019. Eins og staðan er nú eru áætluð framlög Jöfnunarsjóðs um 5,8 m.kr. lægri en áætlun sveitarfélagsins og liggur munurinn aðallega í framlagi til grunnskóla.
Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti einnig samantekt sína á staðgreiðslu janúar- maí 2019 með samanburði við árið 2018 fyrir sama tímabil. Hækkun á milli ára er nú 8,22% fyrir Dalvíkurbyggð en fyrir landið allt 6,89% - unnið úr upplýingum af vef Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram til kynningar.