Frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs; Málaflokkur 21; viðauki við deild 21030 vegna launa

Málsnúmer 201906090

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 911. fundur - 27.06.2019

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, dagsett þann 25. júní 2019, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætlun 2019, deild 21030, vegna launagreiðsla til kjörinna fulltrúa vegna tilfallandi funda og starfa í tilfallandi vinnuhópum. Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 1.041.931 til að mæta tilfallandi kostnaði það sem eftir er árs byggt á raunkostnaði fyrir haustið 2018 og byggt á upplýsingum um mögulega aukafundi. Deild 21030 yrði þá kr. 1.406.012 í stað kr. 364.081. Bókuð staða nú er kr. 1.567.443 sem er aðallega áfallinn kostnaður vegna vinnu vinnuhópa kjörinna fulltrúa vegna hagræðingar í rekstri sveitarfélagsins.Lagt er til að viðaukanum sé mætt með lækkun á handbæru fé en búið er að skoða hvort hægt sé að skera niður og/eða færa til verkefni í málaflokknum á móti en niðurstaðan er að svo er ekki eins og mál standa nú.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreint erindi um viðauka við fjárhagsáætlun 2019, viðauka nr. 14/2019, að upphæð kr. 1.041.931 við deild 21030 og að honum sé mætt með lækkun á handbæru fé.