Með rafbréfi frá Raftákn, sem dagsett er 2. apríl 2019, eru kynntar niðurstöður útboðsins "Austurgarður - Rafbúnaður. Bjóðendur voru:
Elektro co
kr.
15.039.709
84,5%
Rafmenn
kr.
14.682.776
82,5%
Rafeyri
kr.
12.480.380
70,1%
Kostnaðaráætlun
kr.
17.800.000
100,0%
Lægstbjóðandi Rafeyri hefur sent inn alla verkliði útfyllta samkvæmt magnskrá og er lægstbjóðandi. Því er lagt til að gengið verði til samninga við Rafeyri. Eftir er að verktaki staðfestir að hann standi í skilum varðandi opinber gjöld.
Sviðsstjóri leggur til að gengið verði til samninga við Rafeyri og grundvelli tilboðs hans.