Eftirfarandi erindi var sent út á eftirtaldar verkfræðistofur: Eflu, Mannvit og Verkís.
Hitaveita Dalvíkur og Vatnsveita Dalvíkurbyggðar hafa hug á að láta framkvæma skoðun á dreifikerfum þeirra með það að markmiði að sjá hvort það sé komið að þolmörkum og þá hvar þyrfti að skoða endurbætur á því. Reiknað er með að um mánaðarvinnu sé að ræða fyrir tæknimann fyrir hvort veitukerfi fyrir sig. Veiturnar munu leggja til nauðsynlegar upplýsingar á dgn formi.
Óskað er eftir tilboð í tímagjald og mun verktíminn geta byrjað fljótlega í apríl.
Með vísan til samanburðar á tímagjaldi og verktilhögun sem fram koma í fylgigögnum leggur sviðsstjóri til að gengið verði að tilboð Eflu í verkefnin.