Kerfisáætlun 2019-2028. Verkefnis- og matslýsing

Málsnúmer 201811147

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 81. fundur - 05.12.2018

Landsnet vinnur að undirbúningi við mótun kerfisáætlunar fyrir tímabilið 2019-2028, sem er ætlað að gefa heildarsýn yfir þróun flutningskerfis raforku á næstu árum. Landsnet mun vinna umhverfismat fyrir kerfisáætlun í samræmi við lög nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Landsnet kynnir hér með verkefnis- og matslýsingu áætlunarinnar með von um að sem flestir kynni sér efni hennar. Í verkefnis- og matslýsingu er m.a. gerð grein fyrir:



- Meginforsendum kerfisáætlunar.

- Efnistökum umhverfisskýrslu.

- Hverjir eru helstu áhrifaþættir áætlunarinnar.

- Hverjir eru helstu umhverfisþættir sem kunna að verða fyrir áhrifum.

- Valkostum til skoðunar.

- Gögnum sem lögð verða til grundvallar.

- Matsspurningum og viðmiðum við mat á

vægi og umfangi umhverfisáhrifa.



Verkefnis- og matslýsingin er aðgengileg á heimasíðu Landsnets www.landsnet.is. Ábendingar og athugasemdir við verkefnis- og matslýsinguna skal senda til Landsnets á póstfangið landsnet@landsnet.is eða á heimilisfangið Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík, merkt athugasemdir við verkefnis- og matslýsingu kerfisáætlunar.



Landsnet vonar að sem flestir kynni sér matslýsinguna. Frestur til að gera athugasemdir eða koma með ábendingar við matslýsinguna er til og með 19. desember 2018.

Lögð fram til kynningar.

Umhverfisráð - 313. fundur - 14.12.2018

Landsnet vinnur að undirbúningi við mótun kerfisáætlunar fyrir tímabilið 2019-2028, sem er ætlað að gefa heildarsýn yfir þróun flutningskerfis raforku á næstu árum. Landsnet mun vinna umhverfismat fyrir kerfisáætlun í samræmi við lög nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Landsnet kynnir hér með verkefnis- og matslýsingu áætlunarinnar með von um að sem flestir kynni sér efni hennar. Í verkefnis- og matslýsingu er m.a. gerð grein fyrir:

- Meginforsendum kerfisáætlunar.
- Efnistökum umhverfisskýrslu.
- Hverjir eru helstu áhrifaþættir áætlunarinnar.
- Hverjir eru helstu umhverfisþættir sem kunna að verða fyrir áhrifum.
- Valkostum til skoðunar.
- Gögnum sem lögð verða til grundvallar.
- Matsspurningum og viðmiðum við mat á
vægi og umfangi umhverfisáhrifa.

Verkefnis- og matslýsingin er aðgengileg á heimasíðu Landsnets www.landsnet.is. Ábendingar og athugasemdir við verkefnis- og matslýsinguna skal senda til Landsnets á póstfangið landsnet@landsnet.is eða á heimilisfangið Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík, merkt athugasemdir við verkefnis- og matslýsingu kerfisáætlunar.

Landsnet vonar að sem flestir kynni sér matslýsinguna. Frestur til að gera athugasemdir eða koma með ábendingar við matslýsinguna er til og með 19. desember 2018.
Lagt fram til kynningar.