Landsnet vinnur að undirbúningi við mótun kerfisáætlunar fyrir tímabilið 2019-2028, sem er ætlað að gefa heildarsýn yfir þróun flutningskerfis raforku á næstu árum. Landsnet mun vinna umhverfismat fyrir kerfisáætlun í samræmi við lög nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Landsnet kynnir hér með verkefnis- og matslýsingu áætlunarinnar með von um að sem flestir kynni sér efni hennar. Í verkefnis- og matslýsingu er m.a. gerð grein fyrir:
- Meginforsendum kerfisáætlunar.
- Efnistökum umhverfisskýrslu.
- Hverjir eru helstu áhrifaþættir áætlunarinnar.
- Hverjir eru helstu umhverfisþættir sem kunna að verða fyrir áhrifum.
- Valkostum til skoðunar.
- Gögnum sem lögð verða til grundvallar.
- Matsspurningum og viðmiðum við mat á
vægi og umfangi umhverfisáhrifa.
Verkefnis- og matslýsingin er aðgengileg á heimasíðu Landsnets www.landsnet.is. Ábendingar og athugasemdir við verkefnis- og matslýsinguna skal senda til Landsnets á póstfangið landsnet@landsnet.is eða á heimilisfangið Gylfaflöt 9, 112 Reykjavík, merkt athugasemdir við verkefnis- og matslýsingu kerfisáætlunar.
Landsnet vonar að sem flestir kynni sér matslýsinguna. Frestur til að gera athugasemdir eða koma með ábendingar við matslýsinguna er til og með 19. desember 2018.