Frá sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs; Beiðni um viðauka vegna varaafls

Málsnúmer 201811141

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 888. fundur - 29.11.2018

Á 80.fundi veitu-og hafnaráðs þann 9.nóvember 2018 var eftirfarandi bókað:

"Í fjárhagsáætlun Hitaveitu Dalvíkur þessa árs er gert ráð fyrir kaupum á færanlegum varaaflstöðvum.
Fyrir fundinum liggur tilboð frá Merkúr ehf í tvær stöðvar 10 kw og 20 kw ásamt vagni undir hvorri stöð. Í fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir kr. 1.500.000,- til kaupanna en tilboðið hljóðar uppá kr. 2.800.000,- án vsk en með flutningi. Sviðsstjóri leggur til að gengið verði að þessu tilboði og kr. 1.300.000,- verði teknar af lóðarfrágangi við dælustöðvar hitaveitu, en gert var ráð fyrir kr. 2.000.000,- til þess verkefnis á yfirstandandi ári.
Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum tillögu sviðsstjóra og leggur til við byggðarráð að kr. 1.300.000,- verði teknar af lóðarfrágangi við dælustöðvar hitaveitu, en gert var ráð fyrir kr. 2.000.000,- til þess verkefnis á þessu ári."


Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni frá sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs um viðauka nr. 41 við fjárhagsáætlun 2018 þannig:
Málaflokkur 48200-11504 Verknúmer KD005 lagfæring á lóðum lækki um 1.300.000 kr.
Málaflokkur 48200-11504 Verknúmer KD002 varaafl hækki um 1.300.000 kr. Um tilfærslu er að ræða á milli liða í fjárfestingum og því ekki þörf á ákvörðun hvernig skal mæta viðaukanum.

Sveitarstjórn - 308. fundur - 18.12.2018

Á 888. fundi byggðaráðs þann 29.11.2018 var eftirfarandi bókað:
"Á 80.fundi veitu-og hafnaráðs þann 9.nóvember 2018 var eftirfarandi bókað: "Í fjárhagsáætlun Hitaveitu Dalvíkur þessa árs er gert ráð fyrir kaupum á færanlegum varaaflstöðvum. Fyrir fundinum liggur tilboð frá Merkúr ehf í tvær stöðvar 10 kw og 20 kw ásamt vagni undir hvorri stöð. Í fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir kr. 1.500.000,- til kaupanna en tilboðið hljóðar uppá kr. 2.800.000,- án vsk en með flutningi. Sviðsstjóri leggur til að gengið verði að þessu tilboði og kr. 1.300.000,- verði teknar af lóðarfrágangi við dælustöðvar hitaveitu, en gert var ráð fyrir kr. 2.000.000,- til þess verkefnis á yfirstandandi ári. Veitu- og hafnaráð samþykkir samhljóða með fimm atkvæðum tillögu sviðsstjóra og leggur til við byggðaráð að kr. 1.300.000,- verði teknar af lóðarfrágangi við dælustöðvar hitaveitu, en gert var ráð fyrir kr. 2.000.000,- til þess verkefnis á þessu ári." Til umræðu ofangreint. Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni frá sviðsstjóra veitu- og hafnasviðs um viðauka nr. 41 við fjárhagsáætlun 2018 þannig: Málaflokkur 48200-11504 Verknúmer KD005 lagfæring á lóðum lækki um 1.300.000 kr. Málaflokkur 48200-11504 Verknúmer KD002 varaafl hækki um 1.300.000 kr. Um tilfærslu er að ræða á milli liða í fjárfestingum og því ekki þörf á ákvörðun hvernig skal mæta viðaukanum.

Enginn tók til máls.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða með 7 atkvæðum ofangreindan viðauka nr. 41 við málaflokk 48 í fjárhagsáætlun 2018 og er eftirfarandi: Liður 48200-11504 Verknúmer KD005 lagfæring á lóðum lækki um 1.300.000 kr. Liður 48200-11504 Verknúmer KD002 varaafl hækki um 1.300.000 kr. Um tilfærslu er að ræða á milli liða í fjárfestingum og því ekki þörf á ákvörðun hvernig skal mæta viðaukanum.