Á 886. fundi byggðaráðs þann 8. nóvember 2018 var eftirfarandi bókað:
"Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs frá Félagi eldri borgara í Dalvíkurbyggð Kolbrún Pálsdóttir, formaður, og Þorgerður Sveinbjarnardóttir, og Eyrún Rafnsdóttir, sviðsstjóri félagsmálasviðs, kl. 13:00.
Samkvæmt samkomulagi við Félag eldri borgara frá 23. mars 2017 er gert ráð fyrir að minnsta kosti 2 fundum byggðaráðs á ári með Öldungaráði Félags eldri borgara og sviðsstjóra félagsmálasviðs.
Samkvæmt nýjum lögum og breyttum lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga sem tóku gildi 1. október s.l. þá er meðal nýmæla að öldungaráð taki við því hlutverki sem þjónustuhópum aldraða hefur fram til þessa verið falið að sinna. Með fundarboði byggðaráðs fylgdu upplýsingar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, dagsettar þann 19. júní 2018 og 5. nóvember 2018, er varða staðsetningu og fyrirkomulag Öldungaráðs í stjórnsýslu sveitarfélaga.
Til umræðu ofangreint sem og meðal annars bílastæðamál, samþætting þjónustu félagsþjónustu, Dalbæjar og HSN,kynning á heimilisþjónustu, upplýsingatækni, fleiri bekki úti, möguleika á akstursþjónustu, bílastæðamál við Berg, Heilsueflandi samfélag,húsnæðismál.
Kolbrún og Þorgerður viku af fundi kl. 14:26.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að óska eftir tilnefningum á þremur fulltrúum í Öldungaráð frá vettvangi eldri borgara og einum fulltrúa frá Heilsugæslunni."
Til máls tók forseti sem leggur fram þá tillögu að fulltrúar Dalvíkurbyggðar í Öldungaráði verði byggðaráð, eins og það er skipað á hverjum tíma, og með ráðinu starfi sviðsstjóri félagamálasviðs.