Tekin er fyrir ábending frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga dags. 02.11.2018 um fund um vinnu barna. Fundinum verður streymt af vefsíðu vinnueftirlitsins. Mikil atvinnuþátttaka barna hér á landi vekur upp spurningar um hvernig þau eru undirbúin undir margvísleg störf, hvernig eftirliti er háttað, þekkingu atvinnulífsins á þeim reglum sem gilda um vinnu barna og þekkingu barnanna sjálfra á réttindum sínum og skyldum. Umboðsmaður barna og Vinnueftirlitið stóðu fyrir fundi 8. nóvember um þessar spurningar en umboðsmaður barna hefur á síðustu árum fengið margvísleg erindi og ábendingar sem snúa að atvinnuþátttöku barna. Hægt er að horfa á fundinn á heimasíðunni vinnueftirlit.is