Tekið fyrir erindi frá Stígamótum dags. 05.11.2018 en árlega leita Stígamót til allra sveitarstjórna landsins til þess að óska eftir fjárstuðningi og samstarfi um reksturinn. Rétt er að taka fram að öll þjónusta Stígamóta við brotaþola er ókeypis. Árið 2017 leituðu 969 einstaklingar hjálpar hjá Stígamótum. Um er að ræða 30% aukningu á milli ára. Starfsmenn Stígamóta hafa gert sitt besta til að mæta þessari aukningu en því miður er viðvarandi löng bið eftir viðtölum. Stígamót bjóða upp á einstaklingsviðtöl og sjálfshjálparhópa fyrir brotaþola kynferðisofbeldis bæði fyrir karla og konur. Sinna einnig fræðslu í samvinnu félagsmiðstöðva og skóla um allt land. Stígamót hafa boðið upp á þjónustu við fólk utan við höfuðborgarsvæðið á austurlandi, Ísafirði, Borgarnesi og Akranesi. Stígamót hafa kappkostað að bjóða góða þjónustu og var ráðinn karlskyns ráðgjafi til þeirra og hefur það skilað sér í aukinni aðsókn karlkyns brotaþola. Stígamót skora á sveitarstjórnarfólk að forgangsraða í þágu velferðar íbúanna og taka þátt í starfinu með þeim.