Tekið var fyrir erindi frá Kvennaathvarfinu dags. 2.október 2018 þar sem óskað er eftir rekstrarstyrk fyrir árið 2019. Kvennaathvarfið hefur frá stofnun þess verið skjól fyrir konur og börn þeirra þegar dvöl í heimahúsum er þeim óbærileg vegna ofbeldis. Einnig athvarf fyrir konur sem grunur leikur á að séu fórnarlömb mansals. Á síðasta ári dvöldu 149 konur og 103 börn í athvarfinu í allt að 11 mánuði. Einnig er konum boðið upp á viðtöl í athvarfinu og árlega nýta þá þjónustu 200-300 konur. Sveitarfélög hafa hingað til verið öflugir stuðningsaðilar kvenna og barna sem sækja ráðgjöf eða skjól til kvennaathvarfsins og í því skyni óskar Kvennaathvarfið eftir rekstarstyrk fyrir árið 2019 að fjárhæð kr. 100.000,-