Á 876. fundi byggðaráðs þann 6. september 2018 var eftirfarandi bókað:
"a) Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti útreikninga á áður samþykktum launaviðaukum 2018 í samanburði við launaáætlunarkerfi.
b) Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti launaviðauka vegna launaþróunartrygging kjarasamninga , alls kr. 7.057.286 sem dreifist á ýmsar deildir.
c) Sviðstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs kynnti launaviðauka vegna nýrra kjarasamninga á árinu 2018, alls kr. 7.472.123 sem dreifist á ýmsar deildir. Samtals hækkun launa samkvæmt viðauka: kr. 18.570.431 Viðaukar sem eftir er að samþykkja: kr. 14.294.409 Til umræðu ofangreint.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að útreikningar viðauka samkvæmt launaáætlunarkerfi gildi og fari inn í heildarviðauka II, mætt með lækkun á handbæru fé.
b) Byggðaráð samþykkir sámhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 28 við fjárhagsáætlun 2018 að upphæð kr. 7.057.586 samkvæmt fyrirliggjandi gögnum, mætt með lækkun á handbæru fé.
c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 29 við fjárhagsáætlun 2018 að upphæð kr. 7.472.123 samkvæmt fyrirliggjandi gögnum, mætt með lækkun á handbæru fé.
Enginn tók til máls.
b) Byggðaráð samþykkir sámhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 28 við fjárhagsáætlun 2018 að upphæð kr. 7.057.586 samkvæmt fyrirliggjandi gögnum, mætt með lækkun á handbæru fé.
c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka nr. 29 við fjárhagsáætlun 2018 að upphæð kr. 7.472.123 samkvæmt fyrirliggjandi gögnum, mætt með lækkun á handbæru fé.