Frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs; Bílamál sveitarfélagsins, endurskoðun - nýkaup fyrir UT-svið

Málsnúmer 201806106

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 883. fundur - 17.10.2018

Guðmundur St. Jónsson kom inn á fundinn að nýju kl.16:47.

Undir þessum lið kom á fund byggðaráðs Börkur Þór Ottósson, sviðstjóri umhverfis- og tæknisviðs, kl. 16:48.

Með fundarboði byggðaráðs fylgdi tillaga sviðsstjóra UT-sviðs um að keyptur verði Nissa Leaf N-Connecta ásamt vetrardekkjum á felgum og hleðslustöð. Áætlaður heildarkostnaður er nálægt þeim 5 m.kr. sem gert er ráð fyrir í bílakaup á þessu ári fyrir UT-svið.

Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa ofangreindri beiðni til fjárhagsáætlunar 2019 og heimilar kaup á ofangreindri tegund að bifreið með fyrirvara um að tillagan verði samþykkt í fjárhagsáætlun 2019 af sveitarstjórn.