Skipulag haf- og strandsvæða

Málsnúmer 201804105

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 74. fundur - 11.05.2018

Með rafpósti, sem dagsettur er 24. apríl 2018 barst eftirfarandi erindi:

"Á stjórnarfundi hafnasambandsins sem haldinn var 23. apríl sl. var lagður fram tölvupóstur frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis, dags. 20. apríl 2018, þar sem óskað var eftir umsögn um frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða.

Ákvað stjórn að senda frumvarpið, ásamt fyrri umsögn hafnasambandsins á aðildarhafnir og óska eftir athugasemdum.

Umsögnina má finna í viðhengi og hér er tengill á frumvarpið: http://www.althingi.is/altext/148/s/0607.html

Ef þið hafið athugasemdir þá vinsamlegast sendið þær á valur@samband.is fyrir 2. maí nk."

Fram kemur í umsögninni eftirfarandi:

„Stjórn Hafnasambandsins tekur undir markmið frumvarpsins sem kemur fram í 1. gr. þess. Hafnasambandið telur nauðsynlegt að skerpa á skipulagsþáttum við strendur Íslands og á hafsvæðum innan efnahagslögsögunnar. Þau atriði sem varða hafnir sérstaklega eru m.a. eftirfarandi atriði:

a.
Megin siglingaleiðir að frá höfnum.
b.
Skilgreining hafnasvæða á sjó.
c.
Reglur um dýpkun, varp á dýpkunarefni í hafið og efnisvinnsla á hafsbotni.
d.
Heimildir til staðsetningar fiskeldis, kræklingaeldis og annarrar staðbundinnar starfssemi á sjó.
e.
Gildistími starfsleyfa og ákvæði um tryggingar til að fjarlægja kvíar eða búnað til eldis í sjó

Ábendingar um það sem þarfnast, að mati Hafnasambands Íslands, betri skýringar á er .a. eftirfarandi:

a.
Gert er ráð fyrir að svonefnt svæðisráð, skipað 7 fulltrúum, annist gerð strandsvæðisskipulag á tilteknu svæði. Í 15. greinar frumvarpsins er nánar skilgreint hverjir sitja í ráðinu og að fulltrúa ráðuneyta hafi neitunarvald. Þrátt fyrir þetta ákvæði 11. greinar frumvarpsins verður ekki séð að nauðsynlegir hagsmunir sveitarfélaga né hafna séu tryggðir með þessu fyrirkomulagi. Mikilvægt er að undirbúningur skipulags strandsvæða sé í nánu samstarfi við þau sveitarfélög og hafnir sem málið varðar og helst á ábyrgð þeirra eins og gildir almennt í skipulagsmálum á Íslandi.
b.
Ýmis mál sem varða nýtingu strandsvæða og hafsvæða er nú vistað hjá mismunandi ráðuneytum og stofnunum. M.a. varðandi dýpkun í höfnum, varps dýpkunarefnis í hafið, efnisvinnslu á hafsbotni og skipulag landfyllinga. Mikilvægt er að ekki verði settar frekari skorður en nú eru við undirbúning og framkvæmd verkefna sem geta haft í för með sér verulega töf nauðsynlegra framkvæmda í höfnum.
c.
Þá er bent á að í starfsemi hafna eru fjölmörg lagaákvæði og ákvæði reglugerða sem varða ýmis atriði varðandi umhverfismál, svo sem dýpkun, mengun, móttöku sorps, útblástur skipa í höfnum o.fl. Mikilvægt er að fjalla um hvernig þessi ákvæði falla að hugmyndum um skilmála strandsvæðaskipulags og hver réttarstaða hafna er ef gerðar verða strangari kröfur um einstök atriði í strandsvæðaskipulagi.
d.
Ekkert er í frumvarpinu kveðið á um umhverfisþætti sem lúta að útblæstri skipa, en Hafnasamband Íslands hefur bent á að skynsamlegt sé að lögfesta nú þegar Viðauka VI við svonefndan Marpol samning, sem myndi draga verulega úr losun brennisteins frá skipum sem brenna svartolíu. Eðlilegast væri að brennsla svartolíu væri bönnuð.

Hafnasamband Íslands telur þörf á vinnu og aðgerðum við skipulag strand- og hafsvæða, en telur einnig að ígrunda þurfi vel þá skilmála sem verða settir, einkum hvað varðar hagsmuni hafna.“
Veitu- og hafnaráð tekur undir allt það sem fram kemur í umsögn Hafnasambandsins um frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða og samþykkir samhljóða að gera umsögnina að sinni umsögn.