Jóhannes Tryggvi Jónsson vék af fundi kl. 9:55
Erindi barst dags. 20.11 2017 frá Samanhópnum um fjárstuðning við forvarnarstarf SAMAN-hópsins á árinu 2017. Markmið með starfi hópsins er að styðja og styrkja foreldra í uppeldishlutverki sínu, einkum í tengslum við tímabil og viðburði þar sem hætta er á aukinni neyslu vínuefna meðal unglinga. Stuðningur og hvatning SAMAN-hópsins felst í að vekja athygli á hættum sem ógna börnum og unglingum, benda foreldrum á ábyrgð þeirra á uppeldi barna sinna og að hvetja til jákvæðra samskipta fjölskyldunnar á sérstökum tímamótum. Hópurinn fjármagnar verkefni sín eingöngu með styrkjum. SAMAN-hópurinn vonar að sveitarfélagið sjái sér fært að styrkja forvarnarstarf hópsins um 20.000-60.000 en öll framlög eru vel þegin.