Frá forsætisráðuneytinu; Endurskoðun reikninga skv. 5.mgr. 3.gr.laga nr. 58/1998 um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta.

Málsnúmer 201705150

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 823. fundur - 01.06.2017

Tekið fyrir erindi frá forsætisráðuneytinu, dagsett þann 19. maí 2017, þar sem óskað er eftir að sveitarfélagið skili ráðuneytinu greinargerð fyrir árið 2016, staðfestri af endurskoðanda sveitarfélagsins, um tekjur og ráðstöfun tekna sem fallið hafa til vegna nýtingar lands og landsréttinda innan þjóðlendna í sveitarfélagsinu, eigi síðar en 1. september n.k.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að fela sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs að svara erindinu.