Fjallskil og göngur haustið 2017.

Málsnúmer 201704061

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarráð - 110. fundur - 19.04.2017

Til umræðu ákvörðun um fjallskil og göngur haustið 2017.
Samkvæmt fyrri samþykktum og skoðanakönnunum leggur landbúnaðarráð til að fyrstu göngur í Svarfaðardalsdeild, Dalvíkurdeild og Árskógsdeild verði helgina 8. til 10. september og seinni göngur í öllum deildum viku síðar eða um helgina 15. til 17 september. Framvegis verður reiknað með að önnur og þriðja helgi í september verði fastar gangnahelgar.



Hrossasmölun og eftirleit í Skíðadalsafréttum verði 6. október og 7. október.





Samþykkt með fjórum atkvæðum.

Landbúnaðarráð - 112. fundur - 10.08.2017

Til umræðu innsent erindi frá Ólafi Jónssyni héraðsdýralækni dags. 24. júlí 2017 vegna rétta í Árskógsdeild.
Landbúnaðarráð Dalvíkurbyggðar þakkar innsent erindi Ólafs.
Ráðið samþykkir að fjárréttin að Stóru-Hámundarstöðum verði skráð sem aukarétt samkvæmt gr. 26 í Fjallskilasamþykkt Eyjafjarðar og skal það tilkynnt til Eyþings og skráð í fjallskilabók eða gerðabók sveitarstjórnar.
Fjallskilanefnd Árskógsdeildar er falið að sjá til þess að aðstaða til að einangra sjúkt eða grunsamlegt fé sé til staðar í aðal- og aukarétt.
Samþykkt með fimm atkvæðum