Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, kynnti vinnu sem farin er af stað í samstarfi Dalvíkurbyggðar og kennara við grunnskólana í að uppfylla ákvæði bókunar 1 í kjarasamningi grunnskólakennara. Með fundarboði fylgdi Vegvísir samstarfsnefdnar Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félags grunnskólakennara vegna málefna grunnskólans og spurningalisti sem hafður er til hliðsjónar við að greina vinnuumhverfið í grunnskólanum. Fyrir 1. maí 2017 skulu fulltrúar sveitarfélags og fulltrúar kennara ásamt skólastjóra kynna kennurum umbótaáætlun sveitarfélagsins fyrir skólann. Fyrir 1. júní 2017 skal skila lokaskýrslu til samstarfsnefndarinnar.