Frá slökkviliðsstjóra; varðar beiðni um heimild til búnaðarkaupa á móti endurgreiðslu á vsk.

Málsnúmer 201612063

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 806. fundur - 21.12.2016

Tekið fyrir erindi frá slökkviliðsstjóra Dalvíkurbyggðar, bréf dagsett þann 8. desember 2016, þar sem gert er grein fyrir að launaliðir slökkviliðs stefna í það að fara fram úr gildandi fjárhagsáætlun 2016 og að ástæður þess eru margþættar, m.a. hækkanir skv. kjarasamningum og vegna starfsmats.



Fram kemur að tvær leiðir eru í boði til að bregðast við ofangreindu:

Önnur er sú að nýttar verði kr. 1.202.613 endurgreiðsla á virðisaukaskatti vegna kaupa á búnaði allt frá árinu 2011 til að koma á móts við launafrávikið.

Hin leiðin er að fyrir mun liggja að frávik verður á niðurstöðu slökkviliðsins, deild 07210, vegna ársins 2016 í samanburði við heimild í fjárhagsáætlun og slökkviliðið haldi þessari endurgreiðslu á virðisaukaskatti til endurnýjunar á búnaði. Er það ósk slökkviliðsstjóra að síðari leiðin verði valin.



Til umræðu ofangreint.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að heimila slökkviliðsstjóra að nota endurgreiðslu á virðisaukaskatti til búnaðar- og tækjakaupa samkvæmt forgangsröðun slökkviliðsins.

Byggðaráð bendir á mikilvægi þess að bregðast við þegar sýnt þykir að rekstur stefni fram úr fjárheimildum.