Breyting hefur verið gerð á þeim reglum sem farið er eftir vegna eingreiðslu vegna lagningar hitaveitu á rafhituðum svæðum. Með rafpósti sem barst 23.01.2018 kemur eftirfarandi fram
„Hitaveitur sem hafa verið í framkvæmdum á síðasta ári og áforma framkvæmdir á rafhituðum svæðum á þessu og næsta ári geta sótt um svokallaða eingreiðslu vegna lagningar hitaveitu á rafhituðum svæðum.
Í III. kafla laga, nr. 78/2002 um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar segir í 12. gr. : [Styrkur til hverrar hitaveitu getur numið allt að [tólf ára] áætluðum niðurgreiðslum á rafmagni eða [eldsneyti] til húshitunar á orkuveitusvæði viðkomandi hitaveitu miðað við meðalnotkun til húshitunar næstu fimm ár á undan.
Síðar í sömu grein segir: Þrátt fyrir 1. mgr. getur styrkur til hitaveitu numið allt að 16 ára áætluðum niðurgreiðslum skv. 1. mgr. ef eftirfarandi skilyrði eru uppfyllt:
1. Viðkomandi hitaveita er í meirihlutaeigu ríkis, sveitarfélaga og/eða fyrirtækja sem eru alfarið í eigu þessara aðila.
2. Viðkomandi hitaveita hefur ábyrgð hlutaðeigandi sveitarfélags og skal sýna fram á getu til að standa undir skuldbindingum sínum með rekstraráætlun til 16 ára.
3. Viðkomandi hitaveita hefur fengið einkaleyfi til þess að starfrækja hitaveitu samkvæmt orkulögum, nr. 58/1967, og uppfyllir því skilyrði 2. mgr. 32. gr. þeirra laga um að uppdrættir og áætlanir séu tæknilega réttar, hitaveitan verði þjóðhagslega hagkvæmt fyrirtæki, fullnægi hitaþörf svæðisins og að tryggður sé eðlilegur og truflanalaus rekstur, eftir því sem aðstæður leyfa.
4. Tryggt er að styrkurinn sé einungis til þess fallinn að eigandi (eigendur) hitaveitunnar fái lágmarksarð af fjárfestingunni.] 7)
Þær hitaveitur sem telja sig eiga rétt á 16 ára eingreiðslu vegna framkvæmda nýliðins árs og væntanlegra framkvæmda á árinu 2018 ? 2019 þurfa því að leggja fyrir Orkustofnun gögn þar að lútandi sem uppfylla ofangreind skilyrði. Gögnin þurfa að berast Orkustofnun merkt undirrituðum eigi síðar en 15. febrúar 2018.“
Vegna umsóknar sem send var inn á árinu 2016 hefur ekkert framlag verið greitt vegna framkvæmda ársins 2016.