Kennslu- og rannsóknarstarfsemi á sviði lögreglufræða við Háskólann á Akureyri

Málsnúmer 201608102

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 789. fundur - 01.09.2016

Samkvæmt frétt á heimasíðu mennta- og menningarmálaráðuneytis frá 23. ágúst 2016 þá hefur ráðherra mennta- og menningarmála ákveðið að ganga til samninga við Háskólann á Akureyri vegna kennslu- og rannsóknarstarfssemi á sviði lögreglufræða. Að mati ráðherra uppfyllti Háskólinn á Akureyri mjög vel þær kröfur sem gerðar eru um gæði náms og aðbúnað til lögreglumenntunar. Þá telur ráðherra aðstæður við HA til þess fallnar að gera nemendum af landinu öllu kleift að leggja stund á lögregunám. Að auki er með þessari ákvörðun skotið styrkari stoðum undir fjölbreytta starfsemi Háskólans á Akureyri.



Byggðaráð fagnar ofangreindri ákvörðun mennta- og menningarmálaráðherra og hvetur ríkisstjórn Íslands og Alþingi að halda áfram á sömu braut hvað varðar uppbyggingu á landsbyggðinni.