Kjarasamningur við Félag grunnskólakennara

Málsnúmer 201608089

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 789. fundur - 01.09.2016

Undir þessum lið komu á fund byggðaráðs Hlynur Sigursveinsson, sviðsstjóri fræðslu- og menningarsviðs, og Gísli Bjarnason, skólastjóri Dalvíkurskóla, kl. 13:30.



Til umræðu kynning á nýjum kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Kennarasamband Íslands vegna Félags grunnskólakennara. Samninganefndir Sambandsins og Félags grunnskólakennara undirrituðu nýjan kjarasamning 23. ágúst s.l. Niðurstaða atkvæðagreiðslu mun liggja fyrir 5. september n.k.



Hlynur og Gísli viku af fundi kl. 13:57.
Lagt fram til kynningar.