Umsögn um stefnumörkun fyrir Hafnasamband Íslands

Málsnúmer 201608056

Vakta málsnúmer

Veitu- og hafnaráð - 52. fundur - 14.09.2016

Í rafpóst sem barst 19. ágúst 2016 voru send til umsagnar drög að stefnumörkun fyrir Hafnasamband Íslands en stefnumótunarnefnd hafnasambandsins hefur unnið að gerð draganna. Fram kom að stjórnin hefur farið yfir drögin og ákveðið að senda þau út á aðildarhafnir til umsagnar.

Óskað er einnig eftir að umsagnir berist sambandinu fyrir 16. september nk. Stefnumörkunin verður svo tekið til umræðu á hafnasambandsþingi sem haldið verður á Ísafirði 13. og 14. október n.k..



Ráðið kynnti sér fyrirliggjandi drög og gerir engar athugasemdir við þau.