Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs lagði fram og kynnti heildarviðauka I við fjárhagsáætlun 2016 með þeim viðaukum sem samþykktir hafa verið það sem af er árs.
Einnig er lagðir til eftirfarandi viðaukar:
a) Flutningur á áætlun deildar 08100, heilbrigðiseftirlit, yfir á málaflokk 03, skv. nýjum reikningsskilareglum sveitarfélaga, alls kr. 1.634.000 að deild 08100 og yfir á málaflokk 03.
b) Flutningur á framlögum Jöfnunarsjóðs af deild 04210 yfir á málaflokk 00, skv. nýjum reikningsskilareglum, alls kr. -27.000.000.
c) Hækkun á uppfærslu lífeyrisskuldbindinga ársins 2016 í samræmi við niðurstöður ársins 2015, kr. 23.369.000 hækkun. Var kr. 30.636.000 og verður kr. 54.005.000, málaflokkur 22.
d) Breyting á áætlaðri verðbólguspá skv. endurskoðun á Þjóðhagsspá í febrúar 2016. Samkvæmt fjárhagsáætlunarlíkani er gert ráð fyrir 3,2% verðbólgu. Endurskoðun í febrúar 2016 spáir 2,5% verðbólgu, verðbólga nú mælist 1,7%.
e) Endurskoðun á launaáætlunum 2016 í samræmi við nýja kjarasamninga sem nú liggja fyrir.
e) Frestað.