Frá Þjóðskrá Íslands; Fasteignamat 2017

Málsnúmer 201606073

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 781. fundur - 23.06.2016

Tekið fyrir bréf frá Þjóðskrá Íslands, bréf dagsett þann 14. júní 2016, þar sem fram kemur að fasteignamat allra fasteigna er endurmetið 31. maí ár hvert. Nýtt fasteignamat tekur gildi 31. desember n.k.



Breyting á fasteignamati á milli áranna 2016 og 2017 í Dalvíkurbyggð að meðaltali verður 3% og breyting á lóðarmati verður 5%.



Sömu tölur fyrir landið allt eru annars vegar 7,8% og 8,0%.



Lagt fram til kynningar.