Frá leikhópnum Lottu; Leyfi til sýningarhalds og styrkbeiðni

Málsnúmer 201606018

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 780. fundur - 16.06.2016

Tekið fyrir erindi frá leikhópnum Lottu, rafbréf dagsett þann 1. júní 2016. Tilgangur bréfsins er þríþættur:





a) Í fyrsta lagi að sækja um leyfi til að fá að sýna á kirkjutúninu þann 5. ágúst klukkan 16.00.



b) Í öðru lagi að sækja um styrk vegna póstdreifingar og ferðakostnaðar að upphæð 18.000 kr.-



c) Í þriðja lagi er óskað eftir að sýningin verði kynnt á vefsíðum bæjarins og miðlum sem bærinn sér sér fært að auglýsa hana í. Einnig eru vel þegnar allar ábendingar um bæjarblöð eða vefmiðla sem sérstaklega eru ætlaðar svæðinu.

Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum:

a) að vísa beiðni um leyfi til sýningarhalds í kirkjubrekkunni til umhverfis- og tæknisviðs.

b) að hafna beiðni um styrk.

c) að vísa beiðni um kynningu á vefmiðlum Dalvíkurbyggðar til upplýsingafulltrúa til skoðunar.