Boð um þátttöku í verkefni gegn ofbeldi

Málsnúmer 201605040

Vakta málsnúmer

Félagsmálaráð - 199. fundur - 10.05.2016

Tekið var fyrir erindi frá Jafnréttisstofu dags. 27/4 2016 þar sem fram kemur að Jafnréttisstofa vinni að umsókn um verkefnastyrk frá Evrópusambandinu til að styrkja samstarf þegar kemur að ofbeldi gegn konum og börnum. Sveitarfélögum, lögreglunni, heilsugæslunni, skólum og öðrum sem vinna með kynbundið ofbeldi og afleiðingar þess á Norðurlandi eystra er boðið til að taka þátt í verkefninu.
Félagsmálaráð samþykkir þátttöku í þessu verkefni með öllum greiddum atkvæðum.