Félagsmálastjóri lagði fram erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 25. febrúar 2016. Þar er verið að kynna málþing og námskeið sem ber yfirskriftina Jafnrétti í sveitarfélögum. Þessir viðburðir eru skipulagðir með vísun til stefnumörkunar Sambands íslenskra sveitarfélaga kjörtímabilið 2014-2018 þar sem segir að sambandið skuli hvetja og styðja sveitarfélögin í því að ná fram jafnrétti kynjanna í reynd. Sérfræðingar frá sænska sveitarfélagasambandinu, SALAR, munu kynna áætlanir í Svíðþjóð þar sem áhersla er á að kynjasjónarmið séu samþætt inn í starfsemi sveitarfélaga og aðferðir kynjasamþættingar nýttar til að veita íbúum betri og skilvirkari þjónustu.