Á fundinum var farið yfir heildaryfirlit yfir þá einstöku viðauka sem byggðaráð og sveitarstjórn hefur samþykkt á árinu sem og heildarviðauka I, heildarviðauka II, og þá einstöku viðauka, eftir að heildarviðauki II var afgreiddur í sveitarstjórn, sem samþykktir hafa verið sem mynda heildarviðauka III.
a) Með fundarboði byggðaráðs fylgdi samantekt á hækkun launa vegna nýs kjarasamnings við KÍ vegna Skólastjórafélags Íslands vegna beiðna um viðauka:
Deild 04010, Skólaskrifstofa, lækkun um kr. -84.184 þar sem áætlað launaskrið vegur upp á móti hækkuninni.
Deild 04210, Dalvíkurskóli, hækkun um kr.1.630.723.
Deild 04240, Árskógarskóli, hækkun um kr. 302.070.
b) Á 737. fundi byggðaráðs þann 11. júní 2015 var samþykktur viðauki að upphæð kr. 7.500.000 vegna dýpkunar í Dalvíkurhöfn og sá viðauki settur á fjárfestingu, málsnúmer 201504148. Lagt er til að þetta verði fært á rekstur þar sem um viðhald er að ræða en ekki fjárfestingu.
c) Í fjárhagsáætlunarlíkani og heildarviðauka II við fjárhagsáætlun 2015 sem samþykktur var í sveitarstjórn þann 27. október 2015 er gert ráð fyrir að verðbólga ársins verði 2%. Samkvæmt Þjóðhagsspá í nóvember 2015 er gert ráð fyrir að verðbólga ársins verði 1,7%. Verðbólga í nóvember 2015 er nú 2,0%.
b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum breytingu á viðauka vegna dýpkunar í Dalvíkurhöfn þannig að viðaukinn verður færður af lið 42200-11551 og yfir á lið 41210-4610, kr. 7.500.000.
c) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísitala ársins 2015 í heildarviðauka III verði 2,0 %.
d) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum að vísa tillögu að heildarviðauka III við fjárhagsáætlun 2015 til sveitarstjórnar til umfjöllunar og afgreiðslu með þeim viðaukum sem samþykktir hafa verið áður og á fundinum skv. a) - c) lið hér að ofan og skv. málum 201505077 og 201506130 hér að ofan.