Afsláttur fasteignaskatts 2016 til tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega

Málsnúmer 201511046

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 758. fundur - 12.11.2015

Með fundarboði byggðaráðs fylgdu reglur Dalvíkurbyggðar um lækkun og niðurfellingu fasteignaskatts tekjulágra elli- og örorkulífeyrisþega fyrir árið 2015.



a) Lögð er til breyting á b) lið í 1. grein.



b) Fullur afsláttur fyrir árið 2015 er kr. 57.425.

Tekjuviðmið eru sem hér segir:

Einstaklingar allt að kr. 2.108.268,0

Hjón og sambúðarfólk allt að kr. 2.909.686,-



Til umræðu ofangreint.
a) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum tillögu að breytingum hvað varðar b) lið 1. greinar.

b) Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum eftirfarandi hvað varðar upphæð afsláttar og tekjuviðmið fyrir árið 2016:



Hámarksafsláttur kr. 59.148



Tekjuviðmið:

Einstaklingar allt að kr. 2.171.516

Hjón og sambúðarfólk allt að kr. 2.996.977