Frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs; Ósk um viðauka vegna verkamanns í þjá mánuði með umhverfisstjóra.

Málsnúmer 201506019

Vakta málsnúmer

Byggðaráð - 737. fundur - 11.06.2015

Undir þessum lið kom Börkur Þór Ottósson, sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs,á fundinn kl. 11:34.



Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, bréf dagsett þann 1. júní 2015, þar sem óskað er eftir viðauka við fjárhagsáætun vegna verkamanns hjá umhverfisstjóra.



Óskað er eftir viðauka að upphæð kr. 894.659 á deild 11-00 þar sem verkefni umhverfisstjóra við viðhald og umhirðu opinna svæða og almenningsgarða er töluvert meira en gert var ráð fyrir, grisun á þeim skógarreitum sem er um í umsjá sveitarfélagsins og svo hefur bætts við viðhald girðinga.



Fram kemur að ein af aðalástæðum að sótt er um þennan viðauka er að þeir fjármunir sem gert er ráð fyrir í viðhaldsvinnu girðinga duga tæplega þar sem töluverðir fjármunir hafa farið í sérfræði- og lögfræðiáliti vegna fjallgirðinga á Árskógsströnd.



Til umræðu ofangreint.



Börkur Þór vék af fundi kl. 11:50.
Byggðaráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum ofangreinda beiðni um viðauka við fjárhagsáætlun 2015, vísað á deild 11-00 og til lækkunar á handbæru fé.