Ósk um endurskoðun á lausagöngu katta

Málsnúmer 201504071

Vakta málsnúmer

Landbúnaðarráð - 97. fundur - 11.06.2015

Guðrún Erna Rúdólfsdóttir boðaði forföll og Þorleifur Albert Reimarsson kom í hennar stað.
Með erindi dags. 15. apríl 2015 óskar Friðrik Þorbergsson eftir endurskoðun á samþykkt um kattahald í Dalvíkurbyggð.
Landbúnaðarráð þakkar ábendingarnar og felur sviðsstjóra að semja bréf til allar kattaeiganda þar sem áréttaðar eru gildandi reglur. Einnig leggur ráðið til að reglurnar verði kynntar íbúum sveitarfélagsins.