Tilboð í niðurrif á Skíðabraut 2, dalvík

Málsnúmer 201503098

Vakta málsnúmer

Umhverfisráð - 261. fundur - 13.03.2015

Til kynningar tilboð í niðurrif á Skíðabraut 2, Dalvík.
Ráðið leggur til að tilboði Steypustöðvarinnar Dalvík ehf verði tekið.



Byggðaráð - 729. fundur - 26.03.2015

Tekið fyrir erindi frá sviðsstjóra umhverfis- og tæknisviðs, bréf dagsett þann 23. mars 2015, þar sem gert er grein fyrir tilboðum sem bárust í niðurrif á Skíðabraut 2 á Dalvik. Á 261. fundi umhverfisráðs þann 13. mars var lagt til að tilboði Steypustöðvar Dalvíkur ehf. yrði tekið. Að fenginni reynslu við slík verk má gera ráð fyrir einhverjum aukakostnaði en tilboðið var kr. 745.000. Sótt er um viðauka vegna þessarar framkvæmdar kr. 900.000 á lið 09-29-4396.
Byggðarráð samþykkir samhljóða með 3 atkvæðum viðauka að upphæð kr. 745.000; vísað til gerðar viðauka og lækkunar á handbært fé.