Ungmennaþing ungmennaráðs Dalvíkurbyggðar 2015

Málsnúmer 201503091

Vakta málsnúmer

Ungmennaráð - 6. fundur - 12.03.2015

Ræddar hugmyndir að því með hvaða fyrirkomulagi ungmennaþing ungemnnaráðs yrði haldið. Stefnt er að því að halda þingið í lok apríl. Ungmennaráð mun halda a.m.k. tvo vinnufundi í Víkurröst fyrir þingið.

Ungmennaráð - 7. fundur - 30.04.2015

Laugardaginn 25. apríl síðastliðinn fór fram ungmennaþingið "Heima er best" sem ungmennaráð Dalvíkurbyggðar stýrði og skipulagði. Þingið fór fram í félagsmiðstöðinni Týr í Víkurröst.



Skipulag þingsins var með þeim hætti að aðalmenn ungmennaráðs skiptu sér í þrjá hópa og höfðu allir mismunandi málefni til umræðu í sínum hóp.



Umræðuefnin voru:

-Kostir og gallar þess fyrir ungt fólk að búa í Dalvíkurbyggð.

Hlutverk ungmennaráðs og hvernig á að koma tillögum sínum á framfæri.

-Hvað vilt þú að breytist fyrir ungmenni í Dalvíkurbyggð?





Alls mættu rúmlega 20 ungmenni sem var skipt í þrjá hópa og fékk hver og einn hópur 15-20 mín til að ræða hvert umræðuefni áður en skipt var yfir í næsta hóp. Öll ungmenni fengu því að ræða um öll málefnin og koma skoðunum sínum á framfæri.

Rætt var um niðurstöður þingsins.



Beinir ungmennaráð því til íþrótta-og æskulýðsfulltrúa að kanna hvort hægt verði að hafa opnun í Víkurröst í sumar fyrir ungmenni, en mikil umræða var um slíkt á þinginu. Þá var einnig óskað eftir því að meira yrði gert fyrir ungmenni 16 ára og eldri.



Einnig leggur ungmennaráð til við íþrótta- og æskulýðsráð að laun nemenda vinnuskóla verði hækkuð um a.m.k. 3% frá árinu 2014.



Ungmennaráð samþykkir að fundargerðir ráðsins verði framvegis einnig birtar á Facebook síðu ungmennaráðs þar sem ráðið telur það heppilegri leið til að miðla upplýsingum til ungs fólks.