Tekið fyrir erindi, rafpóstur dagsettur þann 9. desember 2013, frá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi vestra er varðar stofnun á nýjum byggðasamlegi um málefni fatlaðs fólks.
Fram kemur að í samræmi við aukaþing SSNV sem haldið var 5. desember s.l. og fund undirbúningsstjórnar sendir framkvæmdastjóri SSNV tillögu að bókun sem sveitarstjórnir geta tekið fyrir í því skyni að gerast aðilar að nýju byggðasamlagi um málefni fatlaðs fólks. Það er eindregin ósk til allra sveitarfélaga sem ætla að gerast aðilar að byggðasamlaginu að bókun verði afgreidd af sveitarstjórnum nú í desember.
Meðfylgjandi eru drög að samþykktum fyrir byggðasamlagið og hugleiðingar um fulltrúafjölda.
Tillaga að bókun:
,,Sveitarstjórn samþykkir að gerast aðili að byggðasamlagi um málefni fatlaðs fólks á grundvelli 94. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Aðilar að byggðasamlaginu eru: Akrahreppur, Blönduósbær, Dalvíkurbyggð, Fjallabyggð, Húnavatnshreppur, Húnaþing vestra, Skagabyggð, Sveitarfélagið Skagafjörður og Sveitarfélagið Skagaströnd. Miðað er við að stofnfundur byggðasamlagsins verði haldinn fyrir lok janúar 2014. Sveitarstjórn veitir sveitarstjóra umboð til þess að sækja stofnfundinn og staðfesta aðild sveitarfélagsins með undirritun samþykkta sem eru stofnskjal byggðasamlagsins, skv. 94. grein sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Umboðið nær einnig til áritunar stofnefnahags, með fyrirvara um breytingar sem kunna að verða á því skjali."