Tekið fyrir bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, dagsett þann 2. apríl 2014, þar sem fram kemur að nú hefur farið fram endurskoðun á áætlunum um úthlutanir einstakra framlaga sjóðsins til sveitarfélaga á árinu 2014 að teknu tilliti til ráðstöfunarfjármagns sjóðsins á grundvelli fjárlaga ársins 2014, endanlegs álagningarstofns útsvars fyrir árið 2012, uppfærðrar stöðu áætlaðs stofns fyrir árið 2014 og íbúafjölda miðað við 1. janúar 2014 eftir því sem við á. Frétt þar að lútandi var birt á vefsíðu sjóðsins 1. apríl s.l. og þar má sjá niðurstöður fyrir hvert sveitarfélag eftir tegundum framlaga og jafnframt áætlaða heildartölu framlaga fyrir hvert sveitarfélag á árinu 2014.