Tekið fyrir erindi frá forsætisráðuneytinu, bréf dagsett þann 2. maí 2013, þar sem fram kemur að ráðuneytið hyggst halda fund fimmtudaginn 16. maí n.k. kl. 14:00 í húsakynnum Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar á Akureyri. Efni fundarins eru málefni þjóðlendna og einkum er ætlunin að fjalla um stofnun þjóðlendna í fasteignaskrá ásamt stofnun lóða innan þeirra auk annarra þeirra málefna sem tengjast þjóðlendum og sveitarstjórnarmenn kunna að vilja bera upp á fundinum. Þá er ætlunin að kynna drög að reglugerð um meðferð og nýtingu þjóðlendna og drög að starfsreglum fyrir samstarfsnefnd um málefni þjóðlendna.