Á fund ráðsins voru mættir þeir aðilar sem séð hafa um eyðingu á ref og mink í Dalvíkurbyggð.
Fram kom að Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur skipaði þann 25. janúar 2013 Starfshóp um fyrirkomulag refa- og minkaveiða
Starfshópurinn hefur það hlutverk að fara yfir núverandi fyrirkomulag og framkvæmd refa- og minkaveiða þ.m.t. verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga með það að markmiði að auka skilvirkni verkefnisins og leggja fram tillögur um breytingar eftir því sem starfshópurinn telur tilefni til. Starfshópurinn skal skila tillögum sínum eigi síðar en 1. október 2013.
Einnig var kynnt samræmd gjaldskrá um minkaveiði fyir yfirstandandi veiðiár sem ráðuneytið hefur ákveðið.